Útgáfufélagið Heimur tapaði 32,8 milljónum árið 2014 eftir skatta. Tapið fyrir skatta nam 40,7 milljónum.

Félagið gefur út Frjálsa verslun og Vísbendingu, tímarit um efnahagsmál, Iceland Review auk fleiri tímarita.

Félagið niðurfærði viðskiptakröfur að fjárhæð sautján milljónir króna. Því nam tap af reglulegri starfsemi 18,4 milljónum króna en níu milljóna króna tap var á rekstrinum árið áður.

Eigið fé félagsins var neikvætt um 80,5 milljónir í lok síðasta árs. Félagið skuldaði 125 milljónir, þar af nam skuld við móðurfélagið Talnakönnun 83,5 milljónum króna.