*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 11. desember 2017 09:29

Útgjöld aukin um 15 milljarða

Útgjöld til heilbrigðis- og menntamála verða aukin sérstaklega í nýju fjárlagafrumvarpi miðað við frumvarp fyrri stjórnar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á fimmtudaginn er gert ráð fyrir allt að fimmtán milljarða auknum útgjöldum í heilbrigðis- og menntakerfið að því er Fréttablaðið greinir frá.

Er þá miðað við til viðbótar við það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar fyrir næsta ár, sem lagt var fram tveimur dögum áður en ríkisstjórnin féll. Einnig verður sett aukið fjármagn í löggæsluna og til að bæta þjónustu víða um landið í kynferðisafbrotamálum.  

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir peningana fara í opinberu heilbrigðisþjónustuna, Landspítalann, heilsugæsluna og almennar sjúkrastofnanir hringinn í í kringum landið.

„Þessi hluti af almannaþjónustunni hefur þurft að bíða allt of lengi og fólk hefur þurft að hlaupa hraðar og gera meira í allri heilbrigðisþjónustunni allt frá hruni og í rauninni lengur,“ segir Svandís sem hyggst leita eftir samvinnu við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra.

„Það má ekki gleyma því að Landspítalinn er háskólasjúkrahús þannig að þetta er menntastofnun líka og við þurfum að búa vel að vísindastarfi og rannsóknum.“

Lilja segir stóraukna áherslu verða í menntamálum í komandi fjárlagafrumvarpi. „Áherslan verður á háskólastigið, framhaldsskólastigið, verk- og iðnnám,“ segir Lilja. „Þessi ríkisstjórn ætlar sér að skapa hagkerfi sem er drifið áfram af verk- og hugviti.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim