Útibúum og afgreiðslustöðum banka verða líklega komin niður í 86 talsins á öllu landinu á síðari hluta ársins en árið 2007 voru þau 150 á landinu öllu. Það jafngildir um 43% fækkun útibúa á níu árum. Flest hafa þau verið 170 og þar af voru útibú sparisjóðanna um 30 talsins. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Friðbert Traustason formanns Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Hann segir að fækkun útibúa hefur verið í takt við fækkun starfsfólks á sama tíma en fjöldi bankastarfsmanna er kominn niður fyrir það sem var árið 1994. Alls eru um 3.000 starfsmenn í viðskiptabönkunum.

,,Ég held að útibúunum muni ekki fækka mikið meira en þetta,“ segir hann en setur spurningamerki við það hvort takist að halda uppi þjónustu í útibúum á landsbyggðinni.