Hagstæðast er að búa í Reykjavík fyrir eigendur fasteigna yfir 105 fermetrum, með fasteignamat sem er hærra en 35 milljónir. Aftur á móti er óhagstæð- ast að eiga litla fasteign í Reykjavík, séu fasteignagjöld borin saman við Kópavog, Akureyri, Garðabæ og Seltjarnarnes. Þannig er óhagstæðast að búa í Reykjavík séu íbúðir minni en 50 fermetrar, með fasteignamat undir 14,5 milljónum. Eftir því sem fasteign er stærri og dýrari lækka fasteignagjöld í Reykjavík í þessum samanburði.

Ástæðan er sú að fastur kostnaður vegna holræsagjalds og sorpeyðingar er hærra í Reykjavík en í hinum sveitarfélögunum, á meðan hlutfallsgjöld eins og fasteignaskattur og lóðarleiga eru lág. Fyrir flestar stærðir íbúðarhúsnæðis eru fasteignagjöld í Reykjavík þó tiltölulega hagstæð. Reykjanesbær kemur mjög illa út í samanburði, en sveitarfélagið er hér tekið út fyrir sviga vegna sérstakra aðstæðna.

S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að við ákvörðun álagningar hjá Reykjavíkurborg sé reynt að taka mið af fjölskyldustærð. Engu að síður sé vert að skoða hvort ósamræmi sé á milli stefnu borgarinnar í þeim efnum annars vegar og álagðra gjalda hins vegar. „Það er bara mjög gott að svona sé tekið út,“ segir Björn. Hann segir að til standi að skoða hvort álagning borgarinnar ýti undir byggingu ákveðinna tegunda íbúða umfram aðrar

Myndin sýnir samanburð á fasteignagjöldum milli valinna sveitarfélaga árið 2015.
Myndin sýnir samanburð á fasteignagjöldum milli valinna sveitarfélaga árið 2015.
© vb.is (vb.is)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .