Í nýjum þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis við Ríkisútvarpið, sem gildir til ársins 2020 kemur fram að þau markmið sem lögð eru til grundvallar í samningnum byggjast á þeirri forsendu að innheimt útvarpsgjalds lækki ekki að raunvirði á tímabilinu .

Í samningum er lögð áhersla á innlenda dagskrárgerð og barnaefni og að færa menningarefni framar í forgangsröðun í dagskrá. Áskilið er að þróað verði dagskrárefni fyrir börn með það að markmiði að þau læri að lesa og að efni sem ætlað er börnum og ungmennum sé óhlutdrægt, og sé óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum. Barnarefnið Stundarskaupið var gagnrýnt harðlega um áramótin þegar Sigmundur Davíð og Bjarni Benendiktsson voru teiknaðir sem geimverur úr stjörnustríðsmyndunum.

Gert ráð fyrir að minnsta kosti 9% af heildartekjum félagsins sé útvistað til efnisframleiðslu innlends leikins efnis hjá sjálfstætt starfandi framleiðendum. Fyrsta árið mun heildarverðmæti leikins efnis frá sjálfstæðum framleiðendum nema tæpum 650 milljónum króna.

Í tilkynninguni kemur jafnframt fram að þetta fyrirkomulag muni tryggja gæði framleidds efnis með því að nýta kosti samkeppninnar meðal sjálfstætt starfandi framleiðenda. Ríkisútvarpið mun í þessu skyni efna til samstarfs við Kvikmyndamiðstöð Íslands og sjálfstæða framleiðendur.