*

föstudagur, 18. janúar 2019
Innlent 11. júlí 2017 14:43

Vægi innlendra flugfélaga hvergi hærra

Íslensku flugfélögin standa fyrir stærstum hluta flugferða frá Keflavíkurflugvelli í sumar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þrátt fyrir að 24 flugfélög fljúgi til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar standa íslensk flugfélög fyrir bróðurparti allra flugferðum til og frá landinu. Í frétt Túrista kemur fram að í sumar (apríl til október) verði boðið upp á 3,5 milljónir flugsæta frá Keflavíkurflugvelli. 80% af þessum sætum eru í flugvélum Icelandair, Wow air og Air Iceland Connect.

Í engu öðru Evrópulandi er hlutdeild innlendra flugfélaga eins mikil og á Íslandi sumarið 2017. Ísland situr á toppi listans með 80% hlutdeild, Tyrkland með 78,6% og Írland með 77,7%. Þýskaland rekur svo lestina en um 50,3% flugferða frá landinu er á vegum þýskra flugfélaga.