*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 24. september 2018 11:11

Vænta að margir færi tryggingar sínar

Ákvörðun VÍS um að loka skrifstofum á landsbyggðinni og sameina aðrar er hörmuð í yfirlýsingu LÍV.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason forstjóri VÍS fyrir utan höfuðstöðvar félagsins í Ármúla í Reykjavík.
Eva Björk Ægisdóttir

Landsamband íslenskra verzlunarmanna harmar þá ákvörðun Vátryggingafélags Íslands að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum en þar segir að með þessari ákvörðun missi fjöldi einstaklinga vinnu sína eða þurfi að sækja um vinnu landsvæða á milli.

Jafnframt gera samtökin athugasemdir við að þessar aðgerðir fyrirtækisins skuli fyrst og fremst bitna á landsbyggð eins og það segir í yfirlýsingunni.

Gerir félagið því kröfu um að þessi ákvörðun verði endurskoðuð, því annars megi gera ráð fyrir að margir muni leita annað með sín viðskipti í framhaldinu eins og segir í yfirlýsingunni.

Stikkorð: VÍS LÍV landsbyggð