*

þriðjudagur, 24. október 2017
Innlent 13. mars 2017 15:38

Vænta stýrivaxtalækkunar

Ávöxtunarkrafa verðbréfa hefur lækkað um nokkra punkta á mörkuðum í dag í aðdraganda stýrivaxtaákvörðunar.

Ritstjórn
epa

Í dag hefur ávöxtunarkrafa verðbréfa lækkað um nokkra punkta en heimildarmenn Viðskiptablaðsins á markaði segja að væntingar markaðsaðila um vaxtalækkanir séu yfirsterkari yfirvofandi veikingu krónunnar í kjölfar afnáms gjaldeyrishaftanna sem taka gildi á morgun.

Telja viðmælendur Viðskiptablaðsins ekki að veiking krónunnar í dag sé ein og sér ekki nóg til þess að hreyfa við verðbólguvæntingum. Jafnframt sé ljóst að hluti markaðsaðila sé að vænta 25 punkta lækkun stýrivaxta á miðvikudag.

Vísa viðmælendur þar meðal í ummæli ráðamanna á blaðamannafundi í gær að þeir vilji sjá gengislækkun krónunnar, en lækkun vaxtamunar við útlönd sé eitt þeirra tækja sem hægt sé að nota til að draga úr styrkingu krónunnar