Bandaríski seðlabankinn er nálægt markmiðum sínum um atvinnuástand og 2% verðbólgu, samkvæmt varastjórnarformanni bankans, Stanley Fishcer.

Í ræðu í Colorado, sagðist hann vera bjartsýnn á hagkerfið og að það væri að ná sér á ný eftir efnahagshrunið.

Væntingar um hækkun stýrivaxta

„Við erum nálægt markmiðum okkar,“ sagði hann og bætti við að vöxtur atvinnulífsins væri „merkilega sterkur.“

Hann nefndi ekki stýrivexti í ræðu sinni, en líklegt er að orð hans hafi áhrif á væntingar um hvenær þeir muni hækka.

Nálægt verðbólgumarkmiðum

Sagði hann að þó að vöxtur atvinnumarkaðarins væri hægari en árið 2015, væri hann þó nægilegur sem og að frátalinni verðlagsþróun á fæðu og orku, væri verðbólgan mjög nálægt 2% verðbólgumarkmiðum seðlabanka Bandaríkjanna.

Á síðustu árum, hefur bandaríska hagkerfið þurft að takast á við gríska skuldavandann, aukinn styrk Bandaríkjadalsins og fjármálalegan óstöðugleika.

Ekki fengið verðuga athygli

„Samt sem áður, þrátt fyrir þessi áföll, hefur vinnumarkaðurinn haldið áfram að eflast, atvinna hefur aukist, og atvinnuleysi er nú miðað við flesta mælikvarða, mjög nálægt sínu náttúrulega stigi,“ sagði hann.

„Ég trúi að það sé merkilegt, og jafnvel ekki fengið verðuga athygli, sá árangur að hagkerfið hefur náð nærri því fullri atvinnu á tiltölulega skömmum tíma eftir efnahagshrunið, að gefinni sögulegri reynslu í kjölfar efnahaghruns,“ sagði Stanley Fishcer.

Stýrivaxtahækkun á árinu ef efnhagslífið sterkt

Eitt áhyggjuefni væri þó að hægst hefði á vexti framleiðni, sem gæti ef héldi áfram, hægt á launaþróun og vexti nýrra starfa.

Hann vildi ekki segja neitt til um þróun stýrivaxta, en væntingar hafa verið um að á þessu ári muni seðlabankinn hækka stýrivextina, svo fremi sem hagkerfið haldi áfram að styrkjast. Sagðist Stanley búast við að hagkerfið myndi styrkjast á næstu ársfjórðungum.