*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 28. ágúst 2018 12:21

Vala leiðir nefnd um mótun matvælastefnu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sett á fót verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að móta matvælastefnu fyrir Ísland.

Ritstjórn
Vala Pálsdóttir er formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna.
Aðsend mynd

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sett á fót verkefnisstjórn sem hefur það  hlutverk að móta matvælastefnu fyrir Ísland. Matvælastefnan skal liggja fyrir í árslok 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. 

Verkefnisstjórnina skipa:

  • Vala Pálsdóttir, formaður, skipuð af ráðherra
  • Ingi Björn Sigurðsson, skipaður af ráðherra
  • Ragnheiður Héðinsdóttir tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
  • Anna Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Sigurður Eyþórsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands

Verkefnastjórar koma frá Matís og auk þess mun Matarauður Íslands eiga áheyrnarfulltrúa.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að Ísland skuli vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum. Þá beri að nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi, þróa á lífhagkerfið enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Við mótun matvælastefnu mun verkstjórnin meðal annars horfa til samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði, mikilvægi þess að draga úr matarsóun og bættu aðgengi að hollum mat ásamt fleiri þáttum. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim