*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 5. júlí 2017 11:41

Valitor sækir inn á breskan markað

Valitor hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Valitor Chip & PIN Solutions.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Valitor hefur gengið frá kaupum á breska fyrirtækinu Chip & PIN Solutions, einu framsæknasta fyrirtæki þar í landi á sviði kortatengdra greiðslumiðlunarlausna. Einungis tveir mánuðir eru síðan Valitor festi kaup á öðru bresku greiðslumiðlunarfyrirtæki, IPS LTD. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valitor

Kaupin á Chip & PIN Solutions breikka til muna þann viðskiptavinahóp Valitor í Bretlandi sem fyrirtækið þjónar milliliðalaust. Hinir 7.000 nýju viðskiptavinir, sem nú bætast við í gegnum Chip & PIN Solutions, munu njóta ávinnings af sérhæfðum vörum fyrir kaupmenn, s.s. Mii-Promo vildarkerfisins sem Markadis, dótturfélag Valitor, býður upp á.

Í kjölfar kaupanna munu allir viðskiptavinir Valitor og Chip & PIN Solutions eiga kost á samhæfðri og straumlínulagaðri greiðslumiðlunarþjónustu eins og sama aðilans á sviði netverslunar, snjallsímaverslunar og verslunar á sölustað.

Í tilkynningunni segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor:  „Kaupin á Chip & PIN Solutions eru strategískt mjög þýðingarmikil fyrir Valitor. Þau sýna svart á hvítu að við erum staðráðin í að sækja fram af krafti á þessum lykilmarkaði. Chip & PIN Solutions hafa getið sér gott orð fyrir vandaða þjónustu við fjölmennan hóp viðskiptavina en innan þeirra raða eru skrásett FTSE 500 félög. Með öflugt teymi starfsmanna er okkur ekkert að vanbúnaði að styrkja markaðshlutdeild okkar og samkeppnishæfni enn frekar á breska markaðnum. Þar skiptir líka verulegu máli að í árslok 2016 veitti fjármálaeftirlitið í Bretlandi Valitor svokallað „E-Money licence“ þar í landi.”

David Maisey, stofnandi Chip & PIN Solutions segir í tilkynningunni: „Lykillinn að árangri okkar hefur falist í áherslu á afburða þjónustu og fulltingi við viðskiptavini félagsins. Eftir mikið og fórnfúst starf í rúman áratug höfum við vaxið af sjálfsdáðum upp í að verða eitt virtasta fyrirtækið á þessu sviði hér í landi. Nú er komið að spennandi tímamótum þar sem tæknileg geta Valitor og vöruframboð helst í hendur við viðskiptasambönd okkar og aðgengi að markaðnum. Við finnum fyrir sams konar eldmóði, samvirkni og gæðaáherslum hjá Valitor og hlökkum til vegferðarinnar með þeim.”

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim