*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 27. apríl 2018 09:48

Valitor þarf að greiða 3,2 milljarða

Héraðsdómur hefur hafnað kröfu Valitor um að tjón Wikileaks verði endurmetið eftir að fyrirtækið lokaði greiðslugátt til samtakanna.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Kröfu Valitor um að nýtt yfirmat á tjóni Wikileaks vegna samningsslita fyrirtæksins frá árinu 2011 hefur verið hafnað í héraðsdómi Reykjaness að því er Fréttablaðið greinir frá. Valitor vildi ekki una 3,2 milljarða mati á tjóni sem DataCell og Sunshine Press Productions, rekstrarfélag Wikileaks, urðu fyrir þegar greiðslumiðlunin lokaði greiðslugátt fyrir söfnunarfé til samtakanna.

Þinghald vegna aðalmeðferðar málsins hefur verið boðað 17. maí næstkomandi, en Ólafur Eiríksson lögmaður Valitor segir það enn ekki liggja fyrir hvort niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Landsréttar. Segir hann að ef svo fari verði muni það væntanlega seinka aðalmeðferð í héraði fram á komandi haust.

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður DataCell og Sunshine Press Productions segir að ef niðurstaða héraðsdóms standi óhögguð sé þetta sú upphæð sem Valitor þurfi á endanum að greiða.

Hæstiréttur hefur áður, eða árið 2013, staðfest að riftun Valitor á samningi við félögin hafi verið ólögmæt, en hún var framkvæmd degi eftir að byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina, 7. júlí 2011.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim