Vandræði breska bankans Northern Rock, sem hefur einkum sérhæft sig í fasteignalánum, héldu áfram í gær og hafði gengi bréfa í félaginu lækkað um ríflega 11% þegar markaðir lokuðu.

Hlutabréfalækkanirnar í gær eru einkum raktar til orðróms um að bankinn eigi í erfiðleikum með að finna áhugasama kaupendur án þess að til komi enn frekari stuðningur frá breskum yfirvöldum.

Heimildir herma að Northern Rock áformi - þrátt fyrir mikla fjárhagserfiðleika bankans - að greiða arð upp á 14,2 pens til hluthafa, samtals að virði 59 milljónir punda.