Auglýsingatekjur eru drifkraftur fjölmiðlunar um heim allan, en undanfarin ár hafa reynst mörgum miðlum erfið að því leyti, einkum vegna breyttra leiða að þeim.

Sem sjá má að ofan hafa vangar (e. platforms) á borð við Google og Facebook mjög sótt í sig veðrið að því leyti, en hlutur eiginlegra miðla í auglýsingatekjum minnkað verulega.

Langstærstur hluti þessara tekna kemur til í þróuðum, vestrænum hagkerfum, svo reikna má með að í nýmarkaðsríkjum eigi eiginlegir fjölmiðlar enn erfiðara uppdráttar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að netmiðlar eru fæstir mjög arðbærir.