Heildarútlán búðalánasjóðs í júlí 2016 námu 298 milljónum króna, en þar af voru 180 milljónir vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í júní 267 milljónum króna. Meðalfjárhæð almennra lána var 9,0 milljónir króna. Kemur þetta fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.

Vanskil einstaklinga drógust saman í mánuðinum. Í lok júlí nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga tæpum tveimur milljörðum króna og lækkaði um 4,4% milli mánaða. Undirliggjandi lánavirði í vanskilum nam 9,2 milljörðum króna, eða 4,1% útlána sjóðsins til einstaklinga. Fjöldi heimila í viðskiptum við sjóðinn eru 38.350.

Fjárhæð vanskila útlána til lögaðila nam 557 milljónum króna og nam undirliggjandi lánavirði 5,9 milljörðum króna. Tengjast því vanskil 4,1% lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila.

Sjóðurinn átti 809 eignir í lok júlí og hefur 93% þeirra verið ráðstafað í leigu, sölumeðferð eða vinnslu. Til samanburðar voru eignir í eigu sjóðsins 1.522 í lok júlí árið 2015.