*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 26. janúar 2018 15:14

Vara við breytingum á stöðu RÚV

Stjórn Sambands íslenskra auglýsinga varar við breytingum á hlutverki RÚV á auglýsingamarkaði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Stjórn Sambands íslenskra auglýsingastofa varar við því að hlutverki RÚV á auglýsingamarkaði verði breytt nema að vel athuguðu máli. 

Í ályktun frá SÍA segir að auglýsingar muni alltaf rata til þeirra sem þurfa á upplýsingunum að halda samkvæmt mati auglýsenda. Auglýsingabann hjá RÚV muni því ekki færa auglýsingafé til annarra sjónvarpsstöðva ef auglýsandi vill ná til þeirra sem horfa á RÚV. 

Þá vísar SÍA einnig til skýrslunnar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiða. „Eins og fram kemur í skýrslunni um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla má finna nýleg dæmi frá Evrópu (Frakklandi og Spáni) um það þegar auka átti markaðshlutdeild og tekjur einkarekinna sjónvarpsstöðva með því að skerða verulega eða taka alfarið ríkisfjölmiðla af auglýsingamarkaði. Orðrétt segir í skýrslunni: „Reynslan frá þessum ríkjum sýnir að þetta virtist ekki hafa haft þau jákvæðu áhrif á einkareknu sjónvarpsstöðvarnar sem til var ætlast.““

Ennfremur vísar SÍA til þeirrar hröðu þróunar sem hefur orðið undanfarin ár í tilfærslu auglýsingafjár frá hefðbundnum miðlum, eins og sjónvarpi yfir á netið. Undanfarin 2 ár hafi færsla auglýsingafjár verið sérstaklega mikil til erlendra netmiðla eins og Facebook og Google. 

„Það er mat sérfræðinga sem vinna við að skipta niður auglýsingafé að ef RÚV færi af auglýsingamarkaði myndi sú leið að auglýsa í sjónvarpi skerðast mikið þar sem miklar líkur eru á að það fé sem annars hefði farið til RÚV endi að stórum hluta hjá erlendum netmiðlun. Breytingin myndi hugsanlega hafa þau áhrif að sjónvarp breytist úr leiðandi miðli í jaðarmiðil fyrir auglýsendur á fáum árum. Þar af leiðir að það sem fjölmiðlar og almenningur fá út úr breytingunni er aukinn kostnaður við rekstur RÚV fyrir skattgreiðendur, rekstur annarra sjónvarpsstöðva gæti jafnvel versnað til lengri tíma auk þess sem mun meira af birtingafé færist frá íslenskum fjölmiðlum til erlendra,“ segir í ályktuninni.

Stikkorð: auglýsingar markaðsmál rúv
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim