Kísilver PCC á Bakka við Húsavík mun hefja gangsetningu ljósbogaofnsins Birtu á morgun, sumardaginn fyrsta, um klukkan tíu að morgni gangi allt að óskum að því er kemur fram í frétt á vef PCC.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá er Þeystareykjavirkjun einnig komin í gagnið, en orkan frá henni er forsenda starfsemi í kísilverinu.

Úttektir á húsnæði og prófanir á lykil kerfum eru nú í gangi, þar með talið innmötun hráefna sem þurfi að vera tilbúin fyrir uppkeyrslu. „Gangi allt að óskum á morgun munum við byrja að hita Birtu kl 10 á fimmtudagsmorgunn,“ segir á frétt PCC.

„Við viljum að nágrannar okkar séu meðvitaðir um það að hugsanlega finnist lykt fyrstu dagana sem mun helst minna á viðarbrennslulykt en við vonumst til að lyktin berist ekki utandyra.“