Greiningaraðili hjá Barclays bankanum hefur varað við því að fjárfestar muni bráðlega flýja hrávörur, en flóttinn muni leiða til verðfalls á hrávörumörkuðum.

Fram kemur að fjárfestar hafi dregist að hrávörumörkuðum á fyrri hluta þessa árs vegna góðs árangurs, þ.e.a.s. eftir verðfall í byrjun árs. Fjárfestingar í hrávörumörkuðum hafa numið 20 milljörðum dala á fyrstu tveimur mánuðum ársins, en það er sterkasta byrjun árs síðan árið 2011.

Í greiningunni er það dregið í efa að góður árangur muni halda áfram á öðrum fjórðungi ársins. Þetta gæti leitt til verðfalls, en sérstaklega er tekið dæmi um olíu og kopar sem gæti fallið um 20% til 25%.