*

föstudagur, 18. janúar 2019
Erlent 13. febrúar 2018 08:15

Vara við sýndargjaldeyri

Evrópsku eftirlitsstofnanirnar á fjármálamarkaði vara við viðskipti með sýndarfé líkt og Bitcoin og aðrar rafmyntir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjármálaeftirlitið greinir frá því á vef sínum að evrópsku eftirlitsstofnanirnar á fjármálamarkaði hafi gefið út viðvörun vegna áhættu í viðskiptum með sýndarfé. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá varaði FME við bitcoin og öðrum rafmyntum og kallaði þær sýndarfé, en í tilkynningu stofnunarinnar nú er talað um sýndargjaldeyri.

Um er að ræða Evrópska bankaeftirlitsstofnunin, EBA, Evrópska vátrygginga- og lífeyrisseftirlitsstofnunin, EIOPA og Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin, ESMA, og gáfu þær út sameiginlega viðvörun sem lesa má hér.

Er viðvörunin sögð verða vegna áhættu sem fylgt getur viðskiptum með sýndarfé, en stofnanirnar lýsa áhyggjum af því að neytendur séu í auknum mæli að fjárfesta í sýndarfé án þess að gera sér að fullu grein fyrir áhættunni sem í slíkum viðskiptum felst.

Stikkorð: FME bitcoin rafmyntir sýndarfé