Fjármálaeftirlitið greinir frá því á vef sínum að evrópsku eftirlitsstofnanirnar á fjármálamarkaði hafi gefið út viðvörun vegna áhættu í viðskiptum með sýndarfé. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá varaði FME við bitcoin og öðrum rafmyntum og kallaði þær sýndarfé, en í tilkynningu stofnunarinnar nú er talað um sýndargjaldeyri.

Um er að ræða Evrópska bankaeftirlitsstofnunin, EBA, Evrópska vátrygginga- og lífeyrisseftirlitsstofnunin, EIOPA og Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin, ESMA, og gáfu þær út sameiginlega viðvörun sem lesa má hér .

Er viðvörunin sögð verða vegna áhættu sem fylgt getur viðskiptum með sýndarfé, en stofnanirnar lýsa áhyggjum af því að neytendur séu í auknum mæli að fjárfesta í sýndarfé án þess að gera sér að fullu grein fyrir áhættunni sem í slíkum viðskiptum felst.