Greiningaraðilar frá Goldman Sachs Group vara nú við áhrifum vaxtahækkana. Samkvæmt útreikningum þeirra myndi 1% vaxtahækkun í Bandaríkjunum, valda 1.100 milljarða tapi á Bloomberg Barclays U.S. Aggregate Index.

Ef til þessara hækkana kæmi, myndum við sjá einn stærsta skell í sögu skuldabréfamarkaða, að mati bankans.

Ólíklegt er að seðlabanki bandaríkjanna myndi hækka vexti um 1% á einu bretti. Aðilar á markaði, telja það þó ansi líklegt að Janet Yellen taki sig til og hækki vexti örlítið í lok ársins eða í byrjun næsta árs.