Ný skýrsla Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi var kynnt á Reykjavík Hilton Nordica á dögunum. Það var yfirhagfræðingur IATA, Julie Perovic, sem kynnti niðurstöður skýrslunnar en IATA stóð fyrir gerð hennar.

Góð mæting var á fundinum og um 250 manns voru í þéttsetnum salnum.

Eftir að niðurstöðurnar höfðu verið kynntar fóru fram pallborðsumræður þar sem Steingrímur J. Sigfússon var ítrekað spurður um áhrif skattahækkana á flugrekstur. Steingrímur J. fagnaði útgáfu skýrslunnar en varaði við of miklum ýkjum þegar kæmi að hinum svokölluðu klasarannsóknum og sagði að miðað við ýmsar klasarannsóknir mætti gera ráð fyrir að á Íslandi byggju um 700 þúsund manns og þjóðarframleiðslan væri um 300%. Annars fóru umræður vel fram.

Julie Perovic, yfirhagfræðingur IATA, kynnti niðurstöður í skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi þann 23.02.12.
Julie Perovic, yfirhagfræðingur IATA, kynnti niðurstöður í skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi þann 23.02.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Julie Perovic, yfirhagfræðingur IATA, kynnti niðurstöður í skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri hér á landi þann 23. febrúar síðastliðinn.

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs-, landbúnaðar-, efnahags- og viðskiptaráðherra, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Pétur Maack, flugmálastjóri og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, á fundi þar sem kynntar voru niðurstöður úr skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi þann 23.02.12.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs-, landbúnaðar-, efnahags- og viðskiptaráðherra, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Pétur Maack, flugmálastjóri og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, á fundi þar sem kynntar voru niðurstöður úr skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi þann 23.02.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs-, landbúnaðar-, efnahags- og viðskiptaráðherra, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Pétur Maack, flugmálastjóri og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, á fundi þar sem kynntar voru niðurstöður úr skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi.

Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssvið Icelandair, á fundi þar sem kynntar voru niðurstöður úr skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi þann 23.02.12.
Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssvið Icelandair, á fundi þar sem kynntar voru niðurstöður úr skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi þann 23.02.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssvið Icelandair, var á meðal gesta á fundinum.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, og Valdimar Halldórsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, á fundi þar sem kynntar voru niðurstöður úr skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi þann 23.02.12.
Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, og Valdimar Halldórsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, á fundi þar sem kynntar voru niðurstöður úr skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi þann 23.02.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Þeir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, og Valdimar Halldórsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, virðast hafa fundið skemmtilegan flöt á umræðuefni fundarins.

Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia, og Julie Perovic, yfirhagfræðingur IATA, á fundi þar sem kynnar voru niðurstöður úr skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi þann 23.02.12.
Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia, og Julie Perovic, yfirhagfræðingur IATA, á fundi þar sem kynnar voru niðurstöður úr skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi þann 23.02.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia, og Julie Perovic, yfirhagfræðingur IATA, virðast í djúpum samræðum á fundinum um niðurstöður Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri hér á landi. Reyndar má leiða að því líkum að hann hafi verið að túlka það sem fram fór í pallborðsumræðum fyrir hana.