Yanis Varoufakis, fyrrum fjármálaráðherra Grikklands, er afar ósáttur með neyðarlán sem Grikkir samþykktu að taka frá Evrópu gegn hinum ýmsu skilyrðum. Viðurkenndi hann á föstudag að hafa kosið gegn nauðasamningnum.

Varoufakis færir mikinn rökstuðning fyrir því að nýju neyðarlánin séu vond fyrir Grikki, nánar tiltekið skrifaði hann fjölda athugasemda við 62 blaðsíðna samkomulag Grikklands við lánadrottna.

Þar segir hann meðal annars að lausn á vanda velferðarkerfisins eigi að finnast með „einhverri nýrri töfraformúlu sem enn hefur ekki verið fundin upp.“

Þá ítrekar hann að Grikkir séu ekki að fara að fá neinar nýjar evrur inn í hagkerfið og því muni allar breytingar bitna á öðrum málaflokkum.

Lesa má gagnrýni Varoufakis í heild sinni með því að smella hér .