*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 21. september 2018 09:04

Vatnið nýtist Akureyringum

Kalda vatnið sem streymir fram úr Vaðlaheiðargöngum verður nýtt sem neysluvatn á Akureyri árið 2020.

Ritstjórn
Vatnselgur hefur tafið framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum sem hafa farið langt fram úr öllum kostnaðaráætlunum.
Skapti Hallgrímsson

Vaðlaheiðargöng hf. vinna nú að því í samvinnu við Norðurorku hf. að beisla kaldavatnið sem valdið hefur gangagerðarmönnum trafala síðustu mánuði frá því að það fór að streyma úr misgengi undir heiðinni.

Stefán H. Steindórsson sviðstjóri veitu- og tæknisviðs Norðurorku segir í Morgunblaðinu að vatnsmagnið úr göngunum geti fullnægt allt að helmingi vatnsnotkunar Akureyringa. 

„Það er miðað við að taka þarna 70 lítra á sekúndu. Þeir verða notaðir fyrir almenning á svæðinu,“ segir Stefán en stefnt er að því að tengja vatnið við vatnsveitu Akureyrar árið 2020.

Fyrirtækið hefur þegar gert ráðstafanir til að safna vatninu saman þar sem það sprettur úr misgenginu. Jafnframt hefur safnþró verið steypt og verður vatnið leitt úr henni 5,4 kílómetra leið út úr göngunum. Þaðan þarf að leiða vatnið 4 til 5 kílómetra til Akureyrar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim