VB Sjónvarp ræddi við fjölmarga aðila á kosningavöku bandaríska sendiráðsins sem fór fram á Hilton Nordica í gærkvöldi í tilefni forsetakosninganna í Bandaríkjunum og voru þeir beðnir um að spá fyrir um úrslit kosninganna áður en fyrstu tölur bárust.

Eins og áður hefur komið fram spáðu allir aðspurðir stjórnmálamenn því að Barack Obama myndi bera sigur úr býtum. Fjölmiðlamenn sem voru á staðnum voru spurðir sömu spurningar og svörin voru á svipuðum nótum.

Við ræddum einnig við Indriða H. Indriðason, stjórnmálafræðiprófessor, Friðjón R. Friðjónsson, almannatengil og frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og loks Andrés Jónsson, almannatengil sem telur að Mitt Romney hefði getað haft sigur úr býtum ef kosningabaráttan hefði staðið lengur.