Fjárfestar sem sérhæfa sig í fjárfestingum á nýmörkuðum, veðja nú á lönd á borð við Rússland, Indland og Brasilíu. Þetta kemur fram í samantekt Bloomberg, yfir vinsælustu nýmarkaðsfjárfestingakostina fyrir árið 2017.

Rússland er þó efst á listanum og virðist sérstaklega vinsælt meðal fjárfesta sem sérhæfa sig í vaxtamunaviðskiptum. UBS Group AG telur til að mynda að vaxtamunaviðskiptin geti skilað allt að 26% á næstu 12 mánuðum. Fyrir utan háa vexti, er hækkun olíuverðs fagnaðarefni fyrir rússneskan efnahag.