David Einhorn, einn þekktasti vogunarsjóðsstjóri á Wall Street, segir markaðinn veruleikafirrtan.

Í nýju bréfi til fjárfesta kemur fram að fjárfestar séu aftur orðnir þyrstir í fyrirtæki, sem skila engum hagnaði, en segja flottar sögur.

Einhorn hefur áður haft rétt fyrir sér, en þó ber að hafa í huga að fortíðin er engin spá fyrir framtíðina.

Hann er einn þeirra sem hafa nú tekið skortstöður í Tesla Inc., en hann hefur sett saman eignasafn af tæknifyrirtækjum sem hann veðjar nú á móti sökum verðmats sem endurspeglar ekki hans sýn.

Einhorn er stofnandi Greenlight Capital.