*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 10. febrúar 2017 13:14

Veggur Trumps kostar 21,6 milljarða dollara

Samkvæmt skýrslu bandaríska heimavarnarráðuneytisins, gæti landamæraveggur Donalds J. Trump kostað 21,6 milljarða dollara.

Ritstjórn
epa

Landamæraveggur Donald J. Trump við landamæri Mexíkó gæti kostað allt að 21,6 milljörðum eða því sem samsvarar 2.457 milljörðum íslenskra króna og tæki þrjú ár í byggingu. Reuters fréttaveitan komst yfir skýrslu bandaríska heimavarnarráðuneytisins, þar sem upplýsingarnar koma fram.

Sú upphæð er talsvert hærri en það sem Trump hafði áður talað um. Hann minntist á eina 12 milljarða dollara í kosningabaráttunni, en aðrir forkólfar Repúblikanaflokksins hafa talað um 15 milljarða dollara vegg.

Skýrslan verður kynnt yfirmanni bandaríska heimavarnarráðuneytisins á næstu dögum, John Kelly, á næstu dögum, en þó er ríkisstjórninni ekki skylt að fylgja hugmyndunum sem koma fram í skýrslunni. Samkvæmt henni er reiknað með því að framkvæmdum yrði lokið í lok árs 2020 og að veggurinn yrði 2.000 kílómetrar að lengd.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim