Landamæraveggur Donald J. Trump við landamæri Mexíkó gæti kostað allt að 21,6 milljörðum eða því sem samsvarar 2.457 milljörðum íslenskra króna og tæki þrjú ár í byggingu. Reuters fréttaveitan komst yfir skýrslu bandaríska heimavarnarráðuneytisins, þar sem upplýsingarnar koma fram.

Sú upphæð er talsvert hærri en það sem Trump hafði áður talað um. Hann minntist á eina 12 milljarða dollara í kosningabaráttunni, en aðrir forkólfar Repúblikanaflokksins hafa talað um 15 milljarða dollara vegg.

Skýrslan verður kynnt yfirmanni bandaríska heimavarnarráðuneytisins á næstu dögum, John Kelly, á næstu dögum, en þó er ríkisstjórninni ekki skylt að fylgja hugmyndunum sem koma fram í skýrslunni. Samkvæmt henni er reiknað með því að framkvæmdum yrði lokið í lok árs 2020 og að veggurinn yrði 2.000 kílómetrar að lengd.