Tæp 1,1 milljón tonna af ansjósu veiddust við Perú á síðara veiðitímabili ársins 2015, að því er fram kemur í frétt á fis.com.

Veiðitímabilið er frá 17. nóvember og nær reyndar til 31. janúar 2016. Veiðarnar gengu mjög vel og tæp 98% af kvótanum náðust. Rúmlega 700 skip stunda þessar veiðar. Ansjósan fer öll til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi.