Ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvörp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld og veiðigjöld á makríl. Viðbótarveiðigjald á makríl mun skila ríkissjóði 1,5 milljarði króna árlega og veiðigjald hækkar um rúman milljarð á nýju kvótaári, samanborið við kvótaárið sem lýkur í ágúst.

Frumvarp um makríl felur í sér að lagt verið viðbótarveiðigjald á makríl, 10 krónur á kg, til næstu sex ára.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra  sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld að það stefni í ágætan afkomubata og því verði veiðigjöldin verði hærri en á síðasta ári. Hvað er það há fjárhæð. Brúttó gætu þetta verið 10,8 eða 10,9 milljarðar segir Sigurður Ingi.

Sigurður segir að veiðigjöldin séu til ákveðin til þriggja ára og byggi á sama prinsippi og á  yfirstandandi fiskveiðiári. Að sögn Sigurðar verður það háð afkomu hvers árs hvort þau hækka eða lækka.