Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að svipta togarann Kleifarberg veiðileyfi sínu í tólf vikur sökum brottkasts, á meðan kæra Útgerðarfélags Reykjavíkur er til skoðunar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun.

Framkvæmdastjóri ÚR, Runólfur Viðar Guðmundsson, kveðst bjartsýnn á að ákvörðun Fiskistofu verði endurskoðuð og telur félagið að rannsókn málsins hafi verið ófullnægjandi.