Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er vöxtur alþjóðahagkerfisins „veikur og óstöðugur.“ Í nýrri spá um hagvöxt í alþjóðahagkerfinu spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn einungis 3,1% vexti á þessu ári og 3,4% árið 2017. Frá þessu er greint í frétt á vef BBC .

AGS hefur einnig áhyggjur af því að útganga Breta úr Evrópusambandinu gæti haft neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir alþjóðahagkerfið. Þó séu afleiðingar útgöngunnar enn óljósar að miklu leyti.

Í nýrri spá AGS um framtíðarhorfum alþjóðahagskerfisins, kemur einnig fram að stofnunin hafi minni áhyggjur af hagkerfi Kínverja til skemmri tíma, en þó eru áhyggjur um lengri tíma áhrif skuldasöfnunar kínverska hagkerfisins áhyggjuefni að mati sjóðsins.