Fiskmarkaðurinn skilaði 34,8 milljóna króna hagnaði á árinu 2012 og Grillmarkaðurinn 32,6 milljóna hagnaði. Þetta kemur fram í ársreikningum fyrirtækjanna. Hrefna Rósa Sætran á 50% hlut í fyrrnefnda félaginu sem síðan á 50% hlut í því síðarnefnda. Ágúst Reynisson á 50% hlut í Fiskmarkaðnum á móti Hrefnu.

Samkvæmt ársreikningunum er ráðgert að Fiskmarkaðurinn greiði 11 milljónir í arð og Grillmarkaðurinn 8 milljónir vegna reksturs ársins 2012. Fiskmarkaðurinn greiddi 5,4 milljónir í arð á síðasta ári en 23,5 milljónir árið 2011 til hluthafa félagsins.