*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 7. ágúst 2014 17:00

Veitingastaður veitir þeim sem fara með borðbæn afslátt

Talsmaður veitingastaðar í Norður Karólínu segist veita þakklátum viðskiptavinum afslátt.

Ritstjórn
Þeir sem fara með borðbæn eða eru almennt þakklátir fyrir mat fá sérstakan afslátt á Mary's Gourmet Diner.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Veitingastaðurinn Mary’s Gourmet Diner í bænum Winston-Salem í Norður Karólínu fylki Bandaríkjanna býður þeim viðskiptavinum sem fara með borðbæn fyrir mat fimmtán prósent afslátt af matnum sínum.

Nýlega greindi viðskiptavinur veitingastaðarins frá þessu og síðan þá hefur veitingastaðurinn þurft að sætta nokkurri gagnrýni fyrir það að veita sérstaklega kristnum gestum afslátt.

Í svari við gagnrýninni sagðist talsmaður veitingastaðarins hins vegar ekki verið að mismuna fólki vegna trúarbrögðum. Talsmaðurinn hafi búið í þróunarlandi og kynnst því að matur væri aldrei sjálfsagður og vildi því verðlauna gesti sem væru þakklátir fyrir matinn óháð trú þeirra.