*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 12. nóvember 2014 19:04

Veittu nýsköpunarverðlaun SAF - myndir

Samtök ferðaþjónustunnar veittu nýsköpunarverðlaun sín í gær. Þá var útgáfu bókar um sögu ferðaþjónustu á Íslandi fagnað.

Ritstjórn

Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar voru afhent í gær í húsakynnum samtakanna í Borgartúni. Gestastofan á Þorvaldseyri fékk verðlaunin. Við sama tilefni var nýrri bók, "Það er kominn gestur" - saga ferðaþjónustu á Íslandi, fagnað. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti nýsköpunarverðlaunin og veitti fyrstu bókinni viðtöku. 

Fjöldi fólks kom á nýsköpunarverðlaunin. 

Árni Gunnarsson fékk viðurkenningu fyrir formannsstörf sín á fundinum. 

Gestastofan á Þorvaldseyri hlaut Nýsköpunarverðlaun SAF. 

Erna Hauksdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, ávarpaði gesti.