*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 12. apríl 2019 08:45

Vélar Jet Airways kyrrsettar

Tíu flugvélar Jet Airways hafa verið kyrrsettar vegna ógreiddra skulda við leigusala.

Ritstjórn
Jet Air er stærsta flugfélag Indlands í einkaeigu.
epa

Indverska flugfélagið Jet Air hefur aflýst öllum millilandaflugferðum eftir að tíu af leiguvélum félagsins voru kyrrsetta í gær. Félagið hefur glímt við mikinn skuldavanda en talið er að skuldir félagsins séu um einn milljarður bandaríkjadala. 

Jet Air er stærsta flugfélag Indlands í einkaeigu og hefur yfir 100 flugvélum að ráða. BBC greinir frá því að stjórnvöld á Indlandi hafi gripið í taumanna og aðstoði nú farþega félagsins eftir að flugferðum var aflýst. Jet Air flýgur á 600 áfangastaði innanlands og 380 áfangastaði alþjóðlega. 

Flugfélagið var stofnað af Narseh Goyal fyrir 25 árum og fer hann og fjölskylda hans með 52% hlut í félaginu í dag. Hins vegar er búist við að hlutur Goyal verði þurrkaður út við endurskipulagningu skulda, en í síðasta mánuði tók hópur fjárfesta, sem ríkisbankinn SBI leiddi, yfir stjórn félagsins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim