​Íslenski matarsprotinn verður veittur í fyrsta sinn í dag. Verður það gert á sýningunni Matur & nýsköpun, sem Íslenski sjávarklasinn stendur að í samstarfi við Landbúnaðarklasann og Matvælalandið Ísland.

Tilgangur sýningarinnar er að kynna nýsköpunarfyrirtæki og sprota sem vinna að nýsköpun og framþróun í matvælaframleiðslu hér á landi, allt frá hugmyndum og hönnun yfir í fullbúnar vörur. Rúmlega 30 fyrirtæki munu kynna sínar vörur á sýningunni og mun dómnefnd velja áhugaverðasta matarsprotann.

Sýningin verður haldin í húsnæði Sjávarklasans við  Grandagarð 16 og stendur frá klukkan 15 til 17.

Fyrirtækin sem taka þátt í Matur & nýsköpun eru:

  • Ankra
  • Havarí
  • Codland
  • Ísleifur heppni
  • Connective Collective
  • Bergsson RE
  • Listaháskólinn með matartengd verkefni
  • Geo Silica
  • Wasabi Ísland
  • Krydd og tehúsið
  • Sölva Chocolates
  • Ópal sjávarfang
  • Margildi
  • Íslandus
  • Dropi
  • Sólakur
  • Arna
  • Móðir jörð
  • Kumiko Tehús
  • HKM Sea Products
  • Icemedico
  • Omnom Chocolate
  • Fisherman
  • Bíóbú
  • Saltverk
  • Borg Brugghús
  • Junglebar
  • Samrækt
  • Blámar
  • Eimverk Distillery
  • AMO Crépes