Sveitarfélögum í landinu hefur að undanförnu borist tilboð frá fyrirtækinu Icelandlastminute ehf. um að það safni upplýsingum um heimagistingu innan þeirra.

Hermann Valsson, ráðgjafi hjá fyrirtækinu segir þetta vera viðskiptatækifæri fyrir fyrirtækið, enda mikilvægt fyrir sveitarfélögin að fylgjast með útbreiðslu heimagistingar.

Mega rukka hærra fasteignagjald

Segir hann það bæði vera til þess að verða ekki af tekjum, því rukka megi 1,65% af fasteignamati fyrir fyrir húsnæði í atvinnustarfsemi, en einungis 0,2% af heimahúsnæði, sem og til að standa með íbúum að því er fra kemur í Morgunblaðinu .

„Sveitarfélögin þurfa að vita af heimagistingu sem er rekin í atvinnuskyni. Það er þegar gistinætur eru fleiri en 90 eða veltan fer yfir tvær milljónir á ári," segir Hermann, en þegar hafa fengist nokkur viðbrögð frá sveitarfélögum. „Þá má hækka fasteignagjöld úr því sem gildir um fasteignagjöld úr því sem gildir um íbúðarhúsnæði upp í gjöld af atvinuhúsnæði.“

Gerðu smáforrit með öllum hótelum og gistihúsum

Hermann, sem er kerfisfræðingur, ferðamálafræðingur, leiðsögumaður og landvörður, segir sum sveitarfélög þegar hafa gert það. „Við hjá Icelandlastminute ehf. sóttum á tölvutæku formi alla Airbnb-gististaði á Íslandi í tengslum við gerð smáforrits (apps) með þessum gististöðum,“ segir Hermann.

„Við höfum þegar gert smáforrit með öllum hótelum og gistihúsum. Hugmynd kviknaði út frá þessari vinnu og áhuga sveitarstjórnarmanna á að skoða þetta með okkur. Sveitarfélögin eru að missa af hundruðum milljóna og eins ríkið vegna vanframtalinna tekna og gistináttagjalda.“

Ein milljón óskráðra gistinátta

Hermann benti á að miðlun heimagistinga og frístundahúsa væri mun viðtækari en aðeins hjá Airbnb, og nefndi hann þar að auki Bungalo.is, Viator.com, Homeaway.co.uk og fleiri.

„Það var um ein milljón óskráðra gistinátta í Ryekjavík einni í fyrra semgætu hafa skilað 10-14 milljörðum króna í tekjur, samkvæmt tölum frá Hagstofunni,“ sagði Hermann. „Þetta vekur spurningar um hvort þetta var gefið upp og hvort húsnæðið hafi verið rétt skráð.“