Heildarviðskipti með hlutabréf í mars námu 37.692 milljónum eða 2.356 milljónum á dag. Það er 26% lækkun frá fyrri mánuði, en í mars námu viðskipti með hlutabréf 3.170 milljónum á dag. Það er 6% hækkun milli ára. Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti Nasdaq kauphallarinnar á Íslandi fyrir apríl 2017.

Mest voru viðskipti með hlutabréf Símans en veltan nam 5.555 milljónum króna, næst mest var veltan með bréf Haga, 4.935 milljónir, Reitir fasteignafélag kom þar á eftir en velta með bréf félagsins nam 4.563 milljónum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,89% á milli mánaða og stendur ní í 1.837 stigum. Á aðalmarkaði Kauphallar Nasdaq Iceland var Arion banki með mestu hlutdeildina 28,9%, Arctica Finance með 15,1% og Landsbankinn með 14,9%.

„Heildarviðskipti með skuldabréf námu 57,2 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 3,57 milljarða veltu á dag. Þetta er 63% lækkun frá fyrri mánuði (viðskipti í mars námu 9,7 milljörðum á dag), og 33% lækkun frá fyrra ári (viðskipti í apríl 2016 námu 5,4 milljörðum á dag),“ segir í yfirlitinu.