Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 6. nóvember til og með 12. nóvember 2015 var 181 . Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Þjóðskrár.

Þetta er aukning frá síðustu viku - 30. okt. til 5. nóv. - en þá voru kaupsamningarnir 161.

Þar af voru 137 samningar um eignir í fjölbýli, 34 samningar um sérbýli og 10 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Heildarveltan var 7.053 milljónir króna og meðalupphæð á samning 39 milljónir króna.

Þetta þýðir að heildarvelta hefur aukist sem um nemur rúmum 400 milljónum króna, en veltan 30. október til og með 5 nóvember var 6.667 milljónir króna.