Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 20. nóvember til og með 26. nóvember 2015 var 140. Þjóðskrá segir frá þessu. Milli vikna dregst fjöldi samninga saman um 50, en í vikunni á undan voru þeir 190.

Þar af voru 97 samningar um eignir í fjölbýli, 28 samningar um sérbýli og 15 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Heildarveltan var 5.250 milljónir króna og meðalupphæð á samning 37,5 milljónir króna. Þetta er lækkun miðað við vikuna á undan þar sem heildarveltan var 6.827 milljónir króna og meðalupphæð á samning 35,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 24 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 18 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 430 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,9 milljónir króna.

Einnig var 19 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 7 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 514 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,1 milljón krónur.