*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 10. nóvember 2017 12:38

Veltan jókst um 30.000% á fjórum árum

Fyrirtækið Guide to Iceland vex hraðast íslenskra tæknifyrirtækja og var efst á Fast 50 listanum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fast 50 listi Deloitte var birtur í gærkvöldi en fyrirtækið Guide to Iceland var þar efst á blaði en fyrirtækið hefur vaxið um 30.000% á síðastliðnum fjórum árum. Markmið með birtingu listans er að kortleggja þau tæknifyrirtæki sem vaxa hraðast með tilliti til veltuaukningar á hverju fjögurra ára tímabili. 15 önnur tæknifyrirtæki komust á listann en meðalvöxtur þeirra var 2.149% en Guide to Iceland dregur óneitanlega meðaltalið upp.

Samhliða því voru úrslit Rising Star sprotakeppninnar tilkynnt en það voru fyrirtækin DTE og Platome líftækni sem unnu þetta árið en Platome var einnig útnefnt sproti ársins af Viðskiptablaðinu í ár

Í tilkynningu segir Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte, að eflaust sé langt í að eins mikill vöxtur sjáist á nýjan leik hjá íslensku fyrirtæki. „Það að íslenskt fyrirtæki skuli sýna svona hraðan vöxt á ekki lengra tímabili tel ég að eigi sér engin fordæmi hér á landi og eflaust langt í að við sjáum aftur viðlíka vöxt hér á landi,“ segir Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte.  

Jafnframt er haft eftir Xiaochen Tian, framkvæmdastjóra Guide To Iceland að það sé mikill heiður að keppa á Deloitte Fast 500 í ár en það er listi sem nær yfir hraðasta vöxt fyrirtækja í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. „Guide to Iceland er ennþá ungt fyrirtæki en tölurnar tala sínu máli og við höfum sannað vöxt okkar. Við leytumst ávallt við að setja markið hærra og vaxa enn frekar. Það er mikill heiður fyrir okkur að vera fulltrúi Íslands og taka þátt í Deloitte Fast 500 í París síðar í ár, og sanna, enn á ný, að það er ekki stærðin sem skiptir máli, heldur gæðin og það sem við leggjum á okkur, sem skiptir máli.  Við höfum trú á okkur því að við stefnum ótrauð á frekari vöxt og ekkert mun stöðva okkur," segir Xiacochen Tian, framkvæmdastjóri Guide to Iceland.

Stikkorð: tækni guide to iceland
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim