Frá september 2017 til ágúst 2018 nam velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi hér á landi 4.443 milljörðum króna, sem er 8,9% hækkun miðað við 12 mánuði þar á undan. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar , en þar er lyfjaframleiðsla undanskilin af tæknilegum ástæðum.

Ef horft er á tímabilið frá júlí til ágúst í ár nam veltan 811 milljörðum króna, sem er 8,8% meiri velta en sömu mánuði árið áður. Á sama tímabili jókst veltan í framleiðslu málma um 20,4%, velta í olíuverslun um 15,1% og velta í fasteignaviðskiptum um 14%,1. Velta í sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja lækkaði um 0,9%.

Þó útflutningur sé undanþegin virðisaukaskatti má sjá að útflutningsverðmæti hugbúnaðargeirans hefur aukist jafnt og þétt.
Framan af jókst einnig fjöldi launþega í greininni, en síðan um mitt ár 2017 hefur þeim fækkað og eru nú um 8% færri launþegar en fyrir ári síðan.

Atvinnugreinin „framleiðsla á vélum fyrir matvæla- og drykkjarvöruvinnslu“ hefur þróast á annan hátt en hugbúnaðargerð. Útflutningsverðmæt hefur verið sveiflukenndara, svo og fjöldi launþega. Seinustu tvö ár hefur launþegum í greininni fjölgað um 10% á ársgrundvelli.