*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 17. nóvember 2018 17:25

Velti 175 milljónum

Tekjur og hagnaður Ísbílaútgerðarinnar drógust saman á milli ára.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hagnaður Ísbílaútgerðarinnar, sem gerir út Ísbíla sem keyra um sveitir og byggðir landsins, nam 6,5 milljónum króna á síðasta ári. Er það um þriðjungur af 19,3 milljóna króna hagnaði ársins 2016, en tekjur félagsins drógust saman á milli ára úr 190,4 milljónum í 174,8 milljónir. Á sama tíma héldust útgjöld félagsins nokkuð óbreytt á milli ára, en þau fóru úr 161 milljón króna í 162,8 milljónir.

Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði fór úr 29,4 milljónum í tæpar 12 milljónir milli áranna. Eigið fé félagsins jókst á sama tíma úr 20,6 milljónum í rúmar 25 milljónir meðan langtímaskuldirnar lækkuðu úr 17,5 milljónir í 9,1 milljón króna. Handbært fé félagsins jókst á árinu úr 850 þúsund í 3,9 milljónir. Framkvæmdastjóri og eigandi félagsins er Ásgeir Baldursson.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim