Á síðasta ári velti viðburðarfyrirtækið Sena Live 800 milljónum króna, en félagið er 80% í eigu Sena en 20% í eigu Ísleifs Þórhallssonar framkvæmdastjóra sem er eini starfsmaður fyrirtækisins.

Félagið var stofnað fyrir rúmu ári af Jóni Diðriki Jónssyni eiganda Senu og Ísleifi að því er segir í Morgunblaðinu. Stærsti hluti veltu fyrirtækisins í fyrra kom frá stórteinleikum Justin Bieber í Kórnum í Kópavogu en á þá voru seldir 38 þúsund miðar.

„Við búum yfir ákveðnum fjárstyrk, sem er nauðsynlegur til að geta flutt til landsins stórstjörnur eins og Justin Timberlake og Justin Bieber,“ segir Ísleifur.

Hann segir engan lengur hræddan við að koma til landsins enda hafi Sena Live byggt upp gott orðspor, þekkingu og reynslu.