John Kelly, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News Sunday , að hann væri velta því fyrir sér hvort að hann hygðist banna fartölvur í farþegaflugi til og frá Bandaríkjanna.

Hann lagði áherslu á að það væri mýmargar hættur þegar kæmi að flugi og að hryðjuverkamenn væru með þráhyggju yfir hugmyndinni að granda flugvél, sér í lagi bandarískri.

Ef að hugmynd Kelly verður að veruleika yrðu áhrifin talsvert meiri en áður hefur verið fjallað um. Eins og sakir standa hefur verið lagt bann á fartölvur og spjaldtölvur í flugi frá eftirfarandi áfangastöðum til Bandaríkjanna: Egyptalandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tyrklandi, Katar, Jórdan, Mórokkó og Sádí-Arabíu.