Verð á avókadó hefur ríflega tvöfaldast í verð frá því á sama tíma í fyrra, að því er kemur fram í frétt BBC. Er það bæði afleiðing aukinnar eftirspurnar, en einnig vegna lakari uppskeru í Mexíkó, Perú og Kalíforníu.

Er haft eftir sérfræðingum að búast megi við því að verðið verði áfram átt, en bændur í Mexíkó hafa farið í verkfall og þá ollu þurrkar í Kalíforníu uppskerubresti. Er gert ráð fyrir því að uppskeran í Kalíforníu verði um 44% minni í ár en hún var í fyrra.

Heildsöluverð á avókadó er nú um 27,9 dalir á tíu kílógramma kassa, sem samsvarar um 3.000 krónum íslenskum. Eins og áður segir var verðið um helmingi lægra á sama tíma í fyrra.