Mánudagur, 30. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verð á maís og sojabaunum hækkar vegna þurrka

20. júlí 2012 kl. 17:21

Stikkorð

Sojabaunir  • maís  • Uppskera

Ótti við uppskerubrest í Bandaríkjunum knýr verðhækkanir á maís og sojabaunum. Verðið hefur aldrei verið hærra en nú.

Verð á maís og sojabaunum á bandarískum markaði hefur aldrei verið hærra en nú. Ótti við uppskerubrest vegna þurrka þar í landi er talinn knýja verðhækkanir ef marka má frétt bandaríska dagblaðsins The Financial Times um málið. Þar er gengið svo langt að segja að við blasi matvælakreppa vegna þurrkanna en um helmingur alls maís, sojabauna og hveitis á heimsmarkaði er flutt út frá Bandaríkjunum.

Í gær hækkaði maísverð í 8,055 dollara og verð á sojabaunum í 17,115 dollara. Þar með slógu báðar vörur verðmet og hafa enn hækkað í dag.Allt
Innlent
Erlent
Fólk