Markaður fyrir sérbýli er kominn á fullt skrið að því er fram kemur í samantekt Greiningardeildar Arion banka um húsnæðismarkaðinn, sem birt var í vikunni.

Síðsumars 2014 voru hátt í þúsund sérbýli til  sölu á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma í fyrra voru um 300 sérbýli á söluskrá. Í haust hefur sérbýli á söluskrá enn fækkað og eru nú innan við 200 slíkar íbúðir til sölu.

Minnkandi framboð á sérbýli hefur leitt til þess að verð á þeim íbúðum hefur hækkað töluvert undanfarin misseri. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hefur verð á sérbýli hækkað um 16% á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ og mjög víða á höfuðborgarsvæðinu nemur hækkunin um 10 til 13%.

Verð á einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu hefur að meðaltali hækkað um 14% á síðustu tólf mánuðum. Verð á íbúðum í fjölbýli hefur hækkað um 13% á sama tíma.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .