FÍB segir bandaríska smásölurisann Costco hafa hrist verulega upp í vetrardekkjamarkaðnum. Árleg vetrardekkjakönnun FÍB leiddi í ljós að verð lækkar á milli ára á öllum tegundum sem skoðaðar voru. Þá segir FÍB úrval jafnframt hafa aukist á milli ára og samkeppni hafi aukist m.a. með því að neytendur flytja sjálfir inn dekk í auknum mæli.

Í frétt á vef FÍB er haft eftir Jóni Haukssyni í innkaupadeild Sólningar að samkeppni við erlenda netverslun hafi aukist og að Sólning hafi lækkað álagningu á dekkjum sínum.

Hér að neðan má sjá yfirlitsmynd yfir nokkrar tegundir negldra vetrarhjólbarða.